Menningarhátíð ungs fólks í Reykjavík

Barnamenningarhátíð verður haldin í Reykjavík dagana 25.- 30. apríl 2017. Opnað verður fyrir umsóknir um kostnaðarþátttöku í viðburðum frá og með 25. nóvember 2016.

Velkomin á Barnamenningarhátíð

No front page content has been created yet.

Vilt þú taka þátt í Barnamenningarhátíð 2017?

Barnamenningarhátíð verður haldin dagana 25. – 30. apríl næstkomandi. Markmið hátíðarinnar er að efla menningarstarf barna og ungmenna í borginni. Hátíðin er vettvangur fyrir menningu barna, með börnum og fyrir börn. Hún fer um öll hverfi borgarinnar og rúmar allar listgreinar og annað sem að börnum og menningu þeirra snýr.

Hægt er að sækja um kostnaðarþátttöku vegna viðburða á hátíðinni og er umsóknarfrestur til og með 16. janúar 2017. Hægt er að nálgast og fylla út umsókn með því að smella á umsóknarformið hér.

Hér er hægt að nálgast verklagsreglur Barnamenningarhátíðar.

Hægt er að fá nánari upplýsingar í síma 411-6006 eða bjorg@visitreykjavik.is

Barnamenningarhátíð er skipulögð af Höfuðborgarstofu sem heldur utan um almenna skipulagningu og samhæfingu viðburða, stendur að útgáfu dagskrár og kynningu á hátíðinni.