#112 Hjálpsemi

Það gerist of oft að fólk hjálpar ekki þegar það kemur að slysi en lætur nægja að hringja í 112.

Barnamenningarhátíð og Neyðarlínan óskuðu eftir sjónarhorni ungs fólks á þennan veruleika með því að bjóða 7. – 10. bekkingum til þátttöku í ljósmyndasamkeppni um hugtakið hjálpsemi. Sýning á völdum myndum verða í Ráðhúsi Reykjavíkur á Barnamenningarhátíð 19.-24. apríl. Dómnefnd valdi myndir á sýninguna og jafnframt bestu myndirnar sem verða verðlaunaðar.

 

Hvernig var keppninni háttað?

1. Gerast vinur 112hjalpsemi á Instagram.

2. Taka ljósmynd eða gera annars konar mynd em endurspeglar hugtakið hjálpsemi. Myndin má vera ljósmynd, klippimynd, grafíkmynd, teiknuð eða unnin með blandaðri tækni.

3. Umfjöllunarefnið er hjálpsemi og þurfti að skila myndinni inn í keppnina á Instagram, myllumerktri #112hjálpsemi. Hópur, bekkur, félagsmiðstöð eða vinir gátu sent inn fleiri myndir með nafni hópsins.

4. Myndin mátti vera af fólki, dýrum, tilfinningatjáningu, aðstæðum eða öðru og vera unnin út frá sjónarhorni ungs fólks á aldrinum 12–15 ára á hugtakið hjálpsemi. Skilafrestur var til miðnættis fimmtudaginn 12. apríl. 

 

Verðlaun:

1. Tveir miðar á Mamma mía í Borgarleikhúsinu og 10.000 króna inneign á Hamborgarafabrikkuna.

2. 10.000 króna inneignanóta á Dunkin Donuts

3. 7.000 króna inneignanóta á YoYo ís

Sá bekkur/hópur sem skilaði inn myndum frá flestum einstaklingum fær YoYo ís