Opnunarhátíð

Opnunardagur Barnamenningarhátíðar 25. apríl 2017 í Hörpu – Tileinkaður börnum og barnamenningu

Barnamenningarhátíð í Reykjavík er sett með gleðihátíð sem er tileinkuð öllum börnum í fjórðu bekkjum í borginni. Opnunarviðburðurinn fer fram í Eldborgarsal Hörpu og taka allir skólar borgarinnar þátt í honum. Er þetta eina tilefnið á skólaferli barnanna sem heill árgangur kemur saman á sama stað á sama tíma. (Boðsviðburður).

Grunnskólum Reykjavíkur verður sent verkefni sem sérstaklega verður útbúið af þessu tilefni. Verkefnið mun endurspegla þau fjölbreyttu tungumál og menningu sem tilheyra börnum sem fædd eru árið 2007 og eiga heima í borginni.