Um hátíðina

Barnamenningarhátíð verður haldin í Reykjavík dagana 9.- 14. apríl 2019. 

Leiðarljós hátíðarinnar eru gæði, margbreytileiki, jafnræði og gott aðgengi að menningu barna, með börnum og fyrir börn.​

Vettvangur hátíðarinnar er borgin öll og fara fjölbreyttir viðburðir fram í grunnskólum, leikskólum, frístundamiðstöðvum og listaskólum. Jafnframt er boðið upp á dagskrá í Ráðhúsi Reykjavíkur, Hörpu og lista- og menningarstofnunum borgarinnar.

Þátttökuhátíðin rúmar allar listgreinar sem börn og fullorðnir geta notið sér að kostnaðarlausu. 

Barnamenningarhátíð í Reykjavík er ein af megin þátttökuhátíðum borgarinnar. 

Verkefnastjórn á Skrifstofu menningarmála og sameiginlegur verkefnastjóri barnamenningar Menningar- og ferðamálasviðs og Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar hafa yfirumsjón með framkvæmd hátíðarinnar.

 

 

Verkefnastjórar:

Björg Jónsdóttir, verkefnastjóri viðburða

Harpa Rut Hilmarsdóttir, verkefnastjóri  barnamenningar SFS og MOF

Guðmundur Birgir Halldórsson, verkefnastjóri viðburða 

Aðalheiður Santos Sveinsdóttir, viðburðastjóri og vefumsjón 

 

Stjórn Barnamenningarhátíðar 2018: 

Fulltrúar Menningar- og ferðamálasviðs:

Markús Þór Andrésson, deildarstjóri á Listasafni Reykjavíkur

Jón Páll Björnsson, sérfræðingur á Borgarsögusafni Reykjavíkur

Þorbjörg Karlsdóttir, verkefnastjóri á Borgarbókasafni 

Fulltrúar Skóla- og frístundasviðs:

Sigfríður Björnsdóttir, deildarstjóri listfræðslu á SFS

Guðrún Erna Þórhallsdóttir, aðstoðarskólastjóri Árbæjarskóla

Soffía Þorsteinsdóttir, leikskólastjóri Sæborgar

Jóhannes Guðlaugsson, framkvæmdastjóri  Frístundamiðstöðvarinnar Ársels

Fulltrúar Reykjavíkurráðs ungmenna:

Sindri Bjarkason, fulltrúi Reykjavíkurráðs ungmenna. 

 

 

Verklagsreglur stjórnar Barnamenningarhátíðar 2018

Hér er hægt að finna Verklagsreglur stjórnar Barnamenningarhátíðar um úthlutun styrkja vegna kostnaðar við verkefni á hátíðinni.