Forsíða

Viltu taka þátt í Barnamenningarhátíð í Reykjavík árið 2022?
Barnamenningarhátíð býður áhugasömum tækifæri til að sækja um styrk fyrir verkefnum sem ætlað er að fari fram á hátíðinni í vor. Öll þau sem starfa að menningu barna, fyrir börn og með börnum eru hvött til að sækja um. Vettvangur hátíðarinnar er borgin öll, og fara viðburði fram í grunnskólum, leikskólum, frístundamiðstöðum og listaskólum auk helstu menningarstofnunum borgarinnar og ríkis.
Hér er hægt að nálgast verklagsreglur um úthlutun styrkja.
Sæktu um með að fylla út umsóknaformið sem finnst með að smella hér. Umsóknarfrestur er til og með 20. janúar 2022.
Dagsetningar Barnamenningarhátíðar 2022 verða 5. - 10. apríl næstkomandi. Þið getið byrjað að láta ykkur hlakka til gömlu góðu Barnamenningarhátíðarinnar með stórviðburðum í Hörpu og allskonar frábæru!

 

 

 Fylgist endilega með okkur en hér á síðunni en fréttir af hátíðinni munu birtast hér á síðunni.

 

Lag Barnamenningarhátíðar í Reykjavík ársins 2021

Lagið Fljúgandi furðurverur varð til í góðu samstarfi við börn í 4. bekk í grunnskólum borgarinnar. Börnin svöruðu spurningum um það sem skiptir þau máli í heiminum og lagið varð til úr frá hugmyndum þeirra.

Höfundar lags og texta: Bríet Ísis Elfar og Pálmi Ragnar Ásgeirsson
Hljóðvinnsla: Pálmi Ragnar Ásgeirsson