Forsíða

 

Velkomin á síðu Barnamenningarhátíðar í Reykjavík.

Hátíðin fer fram í apríl á hverju ári og er tileinkuð listum og menningu fyrir börn, með með börnum og ekki síst sköpunarverkum barna. Vettvangur hátíðarinnar er borgin öll og fjölbreyttir viðburðir fara fram á menningarstofnunum, grunnskólum, leikskólum, frístundamiðstöðvum, listaskólum og víðar. Hátíðin rúmar allar listgreinar sem börn og fjölskyldur þeirra geta notið sér að kostnaðarlausu. 

Sex dagar af því besta í íslenskri barnamenningu; tónlist, bókmenntum, myndlist, uppistandi, sköpunargleði, pratýum, þátttöku og gleði fyrir börn á öllum aldri. 

Barnamenningarhátið 2021 fer fram dagana 20. - 25. apríl næstkomandi.

Markmið Barnamenningarhátíðar er að efla menningarstarf fyrir börn og ungmenni í borginni. Barnamenningarhátíð er vettvangur þar sem þátttaka barna og ungmenna er lykilatriði og lögð er áhersla á menningu barna, með börnum og fyrir börn. Leiðarljós hátíðarinnar eru gæði, margbreytileiki, jafnræði og gott aðgengi. Vettvangur hátíðarinnar er borgin öll og fara fjölbreyttir viðburðir fram í skólum, frístundamiðstöðvum, lista- og menningarstofnunum borgarinnar. Aðgengi að öllum viðburðum skal vera ókeypis. Barnamenningarhátíð tekur mið af markmiðum menningarstefnu Reykjavíkurborgar en þar segir að menning og listir eru snar þáttur í uppeldi og kennslu barna og ungmenna í borginni. Börn og fjölskyldur þeirra eru virkir þátttakendur í menningarlífinu og framlag barna til menningar skal metið að verðleikum.