Forsíða

Barnamenningarhátíð

Takk kærlega fyrir okkur 2022! Barnamenningarhátíð 2022 í Reykjavík var haldin 5. - 10. apríl. Opnunarviðburðurinn fór fram með pompi og prakt í Eldborgarsalnum í Hörpu þar sem 4.bekkir borgarinnar komu og nutu menningar sem sérhönnuð var fyrir börn. Þema hátíðarinnar 2022 var gleði og hvernig við sköpum gleði. Víðsvegar um borgina fóru fram stórskemmtilegir viðburðir alla vikuna og helgina 9. og 10. apríl var Ævintýrahöllin í Úlfarsárdal. Þar var gleði og gaman fyrir alla fjölskylduna! Við mælum með að skoða myndir af herlegheitunum inni á samfélagsmiðlum Barnamenningarhátíðar á facebook og instagram.

Allar upplýsingar um styrki, dagskrá eða annað sem viðkemur Barnamenningarhátíð 2023 mun koma inn á síðuna þegar nær dregur.