Barnamenningarhátíð
Barnamenningarhátíð í Reykjavík er haldin í apríl ár hvert.
Leiðarljós hátíðarinnar eru gæði, margbreytileiki, jafnræði og gott aðgengi að menningu barna, með börnum og fyrir börn.
Vettvangur hátíðarinnar er borgin öll og fara fjölbreyttir viðburðir fram í grunnskólum, leikskólum, frístundamiðstöðvum, menningarstofnunum, listaskólum og víðar. Barnamenningarhátíðin rúmar allar listgreinar fyrir börn og fjölskyldur þeirra. Frítt er inn á alla viðburði.
Barnamenningarhátíð er ein af megin þátttökuhátíðum borgarinnar. Hátíðin er skipulögð af viðburðardeild borgarinnar og verkefnastjóra barnamenningar.
Skýrslu Barnamenningarhátíðar 2022 er hægt að lesa hér.