Um hátíðina

Barnamenningarhátíð verður haldin í Reykjavík dagana 21.- 26. apríl 2020. 

Leiðarljós hátíðarinnar eru gæði, margbreytileiki, jafnræði og gott aðgengi að menningu barna, með börnum og fyrir börn.​

Vettvangur hátíðarinnar er borgin öll og fara fjölbreyttir viðburðir fram í grunnskólum, leikskólum, frístundamiðstöðvum og listaskólum. Jafnframt er boðið upp á dagskrá í Ráðhúsi Reykjavíkur, Hörpu og lista- og menningarstofnunum borgarinnar.

Þátttökuhátíðin rúmar allar listgreinar sem börn og fullorðnir geta notið sér að kostnaðarlausu. 

Barnamenningarhátíð í Reykjavík er ein af megin þátttökuhátíðum borgarinnar. 

Verkefnastjórn á Skrifstofu menningarmála og sameiginlegur verkefnastjóri barnamenningar Menningar- og ferðamálasviðs og Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar hafa yfirumsjón með framkvæmd hátíðarinnar.

 

 

Verkefnastjórar:

Harpa Rut Hilmarsdóttir, verkefnastjóri  barnamenningar SFS og MOF

Björg Jónsdóttir, verkefnastjóri viðburða 

Guðmundur Birgir Halldórsson, verkefnastjóri viðburða 

Aðalheiður Santos Sveinsdóttir, viðburðastjóri og vefumsjón 

 

Stjórn Barnamenningarhátíðar 2019: 

Fulltrúar Menningar- og ferðamálasviðs:

Ingibjörg Hannesdóttir, verkefnastjóri fræðslu á Listasafni Reykjavíkur

Jón Páll Björnsson, sérfræðingur á Borgarsögusafni Reykjavíkur

Hólmfríður Ólafsdóttir, verkefnastjóri viðburða og fræðslu á Borgarbókasafni 

Ingibjörg Ösp Óttarsdóttir, verkefnastjóri barna og unglingastarfs á Borgarbókasafni. 

Fulltrúar Skóla- og frístundasviðs:

Sigfríður Björnsdóttir, deildarstjóri listfræðslu á SFS

Guðrún Erna Þórhallsdóttir skólastjóri, f.h. grunnskóla 

Harpa Brynjarsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri, f.h. leikskóla 

Haraldur Sigurðsson, framkvæmdastjóri, f.h. frístundamiðstöðva

Fulltrúar Reykjavíkurráðs ungmenna:

Freyja Dögg Skjalberg, fulltrúi Reykjavíkurráðs ungmenna

Ragnheiður Lóa Ólafsdóttir, fulltrúi Reykjavíkurráðs ungmenna

 

 

Verklagsreglur stjórnar Barnamenningarhátíðar 2019

Hér er hægt að finna verklagsreglur stjórnar Barnamenningarhátíðar um úthlutun styrkja vegna kostnaðar við verkefni á hátíðinni.