Um hátíðina

Barnamenningarhátíð

Barnamenningarhátíð í Reykjavík er haldin í apríl ár hvert.

Leiðarljós hátíðarinnar eru gæði, margbreytileiki, jafnræði og gott aðgengi að menningu barna, með börnum og fyrir börn.

Vettvangur hátíðarinnar er borgin öll og fara fjölbreyttir viðburðir fram í grunnskólum, leikskólum, frístundamiðstöðvum, menningarstofnunum, listaskólum og víðar. Barnamenningarhátíðin rúmar allar listgreinar fyrir börn og fjölskyldur þeirra. Frítt er inn á alla viðburði.

Barnamenningarhátíð er ein af megin þátttökuhátíðum borgarinnar. Hátíðin er skipulögð af viðburðardeild borgarinnar og verkefnastjóra barnamenningar.

Skýrslu Barnamenningarhátíðar 2022 er hægt að lesa hér.

 

VERKEFNASTJÓRAR:

Harpa Rut Hilmarsdóttir, verkefnastjóri  barnamenningar 

Björg Jónsdóttir, verkefnastjóri viðburða 

Guðmundur Birgir Halldórsson, verkefnastjóri viðburða 

Eva Halldóra Guðmundsdóttir, verkefnastjóri viðburða og vefumsjón 

Aðalheiður Santos Sveinsdóttir, verkefnastjóri viðburða

Fulltrúaráð Barnamenningarhátíðar: 

Fulltrúar Menningar- og ferðamálasviðs:

Ingibjörg Ösp Óttarsdóttir f.h. Borgabókasafns

Jón Páll Björnsson f.h. Borgarsögusafns

Ingibjörg Hannesdóttir f.h. Listasafns Reykjavíkur

 

Fulltrúar Skóla- og frístundasviðs:

Inga Björg Stefánsdóttir f.h. grunnskóla

Guðrún Kaldal f.h. frístundamiðstöðva

Þóra Jóna Jónatansdóttir f.h. leikskóla

 

Fulltrúar Reykjavíkurráðs ungmenna:

Snæfríður Edda Ragnarsdóttir (kölluð Snæ), nemandi í Háteigsskóla

Rebekka Lind Kristinsdóttir, nemadi í Víkurskóla 

 

 

Verklagsreglur fulltrúaráðs Barnamenningarhátíðar 2023

Hér er hægt að finna verklagsreglur fulltrúaráðs Barnamenningarhátíðar um úthlutun styrkja vegna kostnaðar við verkefni á hátíðinni.